: Rafmagnsborgarhjól

Við bjóðum upp á landsins stærsta úrval af rafmagnsborgarhjólum, hafðu samband og fáðu persónulega þjónustu við að finna draumahjólið þitt hér! 

Diem rafmagnsborgarhjól

Fallegt minimalískt rafmagnsborgarhjól, sem kemur með kröftugum Shimano mótor, Ep8 85Nm mótor og Ep6 65Nm mótor í boði. Það kemur með innbyggðu batterýi, 630Wh fyrir þau sem vilja drífa lengra og 540Wh fyrir þau sem vilja léttara hjól. Hjólið kemur með innbyggðum fram-, aftur- og hliðarljósum til að tryggja sýnileika og til að sjá vel í myrkri. Hjólið er fáanlegt með keðju eða belti sem að lágmarkar viðhald. Hjólið er útbúið allskonar skemmtilegum eiginleikum, eins og innbyggðri símafestingu, USB-C hleðsluporti og faldri festingu fyrir airtag. Þar að auki kemur það með allskonar íhlutum eins og bjöllu, bögglabera, standara, brettum og hægt er að bæta við dropper sætispípu, auka utanáliggjandi batterýi og burðarfestingu að framan. Þetta er draumahjól fyrir þau sem vilja vandað rafmagnsborgarahjól til að komast á milli staða í stíl.

Skoða úrval
Maður hjólar úti á götu á Orbea Kemen rafmagnsborgarhjóli

Kemen rafmagnsborgarhjól

Einstaklega fallegt og vel hannað rafmagnsborgarhjól sem kemur með Shimano mótor og 540WH batterýi. Hjólið kemur hlaðið aukahlutum eins og 100 mm framdempara, ljósum, brettum, bögglabera og standara. Einnig er hægt að panta auka utanáliggjandi batterí sem er 252WH fyrir enn lengri endingu. Þetta er draumahjól fyrir þau sem vilja nýta sér rafmagnshjól til að komast á milli staða í stíl

Skoða úrval
Kona hjólar upp brekku á Orbea Vibe rafmagnsborgarhjóli

Vibe rafmagnsborgarhjól

Létt og fallegt rafmagnsborgarhjól sem kemur með MAHLE mótor og 248WH batteríi. Hjólið er fáanlegt með allskonar aukahlutum eins og ljósum, brettum, bögglabera, bjöllu og tösku. Þetta er draumahjól fyrir þau sem vilja nýta sér rafmagnshjól til að komast á milli staða í stíl

Skoða úrval

Öll rafmagnshjól

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að? Sendu okkur þá línu og við hjálpum þér að finna draumahjólið!

ofsi@ofsi.is