: Avant götuhjól

 

Ál götuhjól sem er frábært fyrir byrjendur. Hjólið er einstaklega vandað, allir kaplar faldir, suðan slípuð niður, carbon gaffall, vökvadiskabremsur, geymsluhólf fyrir verkfæri, tekur 35 mm breið dekk, margir festipunktar fyrir aukahluti eins og bretti og bögglabera. Þetta er virkilega flott hjól fyrir fólk sem er að byrja í götuhjólreiðum.

Carbon gaffall

Hjólið kemur með carbon gaffli sem að bæði léttir hjólið, og gerir það þægilegra með því að draga úr titringi

Tekur allt að 35 mm breið dekk

Hjólið er hannað til að taka allt að 35 mm breið dekk, 32 mm ef þú ert að nota bretti. Þetta þýðir að þú hefur pláss til að setja nagladekk undir á veturna eða breiðari dekk til að auka þægindi.

Margir festipunktar

Hjólið kemur með mörgum festipunktum sem gerir þér kleift að festa allskonar aukahluti á hjólið t.d. bretti eða bögglabera.

Geymsluhólf

Hjólið kemur með aero geymsluhólfi undir stellinu til þess að geyma aukahluti eins og, pumpu, verkfæri og auka slöngu. Nú getur þú loksins skilið hnakktöskuna eftir heima. Lítið mál er að taka geymsluhólfið af ef þú vilt ekki nota það.

Litir í boði

Hjólið er fáanlegt í þremur flottum litum!

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að? Sendu okkur þá línu og við hjálpum þér að finna draumahjólið!

ofsi@ofsi.is