: Diem rafmagnsborgarhjól

Diem er líklegast eitt flottasta rafmagnsborgarhjól á markaðnum! Þetta fallega minimalíska hjól, kemur með kröftugum Shimano mótor, Ep8 85Nm mótor og Ep6 65Nm mótor í boði. Það kemur með innbyggðu batterýi, 630Wh fyrir þau sem vilja drífa lengra og 540Wh fyrir þau sem vilja léttara hjól, þau ættu að duga í heila viku fyrir flest fólk. Hjólið kemur með innbyggðum fram-, aftur- og hliðarljósum til að tryggja sýnileika og til að sjá vel í myrkrinu. Hjólið er fáanlegt með hefðbundnum keðju drifbúnaði en er líka fáanlegt með belti sem að lágmarkar viðhald. Hjólið er útbúið allskonar skemmtilegum eiginleikum, eins og innbyggðri símafestingu, USB-C hleðsluporti og faldri festingu fyrir airtag. Það kemur útbúið allskonar aukahlutum eins og brettum, bjöllu, innbyggðum standara og bögglabera, en einnig er hægt að bæta við dropper sætispípu, auka utanáliggjandi batterýi og burðarfestingu að framan. Þetta er draumahjól fyrir þau sem vilja vandað rafmagnsborgarahjól til að komast á milli staða í stíl.

Til að sjá nánari upplýsingar um hjólið Skoða nánar 

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að? Sendu okkur þá línu og við hjálpum þér að finna draumahjólið!

ofsi@ofsi.is