Við kynnum til leiks nýtt hágæða reiðhjólafatamerki sem hóf göngu sína í lítilli verslun í Shibuya í Japan en nýtur nú mikilla vinsælda um allan heim. Fatnaðurinn er hannaður í Japan en er framleiddur á Ítalíu úr bestu mögulegu efnum sem finnast. Hver flík er hönnuð með það að leiðarljósi að vera falleg, notendavæn, þægileg, endingargóð og hámarka frammistöðu á hjólinu.

Í grunninn er PEdALED fyrir þá sem elska hjólaævintýri hvort sem þau er löng eða stutt. PEdALED eru í algerri sérstöðu þegar kemur að lengri hjólaviðburðum en þeir hafa komið að keppnum eins og Atlas Mountain Race, Transcontinental Race og Silk Road Mountain Race.

Við byrjum með takmarkað vöruúrval en planið er að auka úrvalið hægt og rólega. Sendið okkur línu ef við eigum ekki þína stærð á lager eða þig langar í eitthvað sem er til á pedaled.com en ekki til á lager hjá okkur. Við tryggjum að það sé hagstæðast að versla beint við okkur.

 • ODYSSEY

  Odyssey línan er brautryðjandi í heiminum þegar kemur að fatnaði fyrir lengri hjólatúra. Frábær í margra klukkutíma hjólatúra, 200 km í Riftinu eða í langt hjólaferðalag um landið. Odyssey línan er hönnuð til að hámarka þægindi í virkilega löngum hjólatúrum en hún skartar endurskini í myrkri og býr yfir fleiri vösum en þig gæti dreymt um.

  Skoða nánar

 • MIRAI

  Mirai línan er fyrir þau sem vilja líta vel út og fara hratt! Mirai fatnaðurinn er hannaður fyrst og fremst til að hámarka frammistöðu og hentar því frábærlega í bæði keppnir og æfingar.

  Skoða nánar

 • YUKI

  Yuki er vetrarfatalínan og er nefnd eftir japanska orðinu fyrir snjó. Hún er hönnuð fyrir allra köldustu dagana og hentar því fullkomnlega fyrir íslenskan vetur.

  Skoða nánar

 • Essential

  Essential línan inniheldur allt það nauðsynlega fyrir hjólafataskápinn og er hannaður með fókus á þægindi.

  Skoða nánar

 • Jary

  Jary er geggjuð malar og fjallahjóla lína sem skartar þæginlegum flíkum sem að eru oftar en ekki búnar til úr merino ull.

  Skoða nánar