Spurt og svarað

Hvað er innifalið í verði?

Öll verð á reiðhjólum innihalda vsk, flutning, samsetningu. Mismunandi afhendingarmöguleikar eru í boði.

Hvað er MyO?

MyO er hönnunarforrit Orbea sem gerir þér kleift að velja liti, aukahluti og setja nafnið þitt á hjólið. Þessi valmöguleiki er í boði fyrir fjölda carbon hjóla án auka kostnaðar. Prófaðu að hanna draumahjólið þitt með því að smella hér!

Hvernig panta ég hjól?

Ofsi liggur sjaldnast með hjól á lager og því er hægt að finna áætlaðann afhendingatíma undir hverju hjóli. Þegar þú hefur fundið eða hannað draumahjólið og reiknað út stærð á stelli þá getur þú bætt vörunni í körfu og klárað greiðsluferlið. Þegar greiðsla er frágengin, hvort sem um ræðir fulla greiðslu eða innborgun pöntum við hjólið af lager eða látum framleiða það sérstaklega. 

Hvernig virkar forpöntun?

Forpöntun er opin í stuttan tíma í lok hvers sumars. Þar bjóðum við upp á næsta árs módel af hjólum á sérstökum forpöntunar afslætti gegn biðtíma. Hjól birtast á síðunni okkar jafnóðum og Orbea birtir nýja módelið hjá sér en þó ber að hafa í huga að öll hjól og búnaður frá Orbea eru í boði í forpöntun (Hafðu samband ef hjólið sem þig langar í er ekki búið að birtast). Einnig eru allar uppfærslur sem eru sjáanlegar á Orbea.com í boði bæði í MyO og á venjulegum hjólum. Slíkar uppfærslur geta t.d. verið:

- Uppfærslur á aukahlutum (getur kostað)
- Lengd á stamma (frítt)
- Lengd á sveif (frítt)
- Breidd á stýri (frítt)

Þegar stærð á hjóli hefur verið ákveðin þá er vara sett í körfu og greiðsluferli klárað. Þegar innborgun berst er hjólið pantað / tekið frá. Seinni 60% eru rukkuð um það leyti sem að hjólin eru send af stað frá framleiðanda til landsins sem er um það bil 2-4 vikum fyrir afhendingu hjólsins. Hjólin eru tekin sjóleiðina heim til íslands, sett saman og afhent eftir því hvaða valmöguleiki hefur verið valinn.

Hvernig reikna ég stærð á stelli?

Undir hverju hjóli má bæði finna stærðartöflu og hlekk á sérstaka Orbea reiknivél sem gerir þér leyft að reikna út þín stærð út frá hæð og klofhæð. Ekki hika við að heyra í okkur ef þú ert í einhverjum vafa varðandi stærðir.

Eruð þið með verkstæði?

Öll ábyrgðarmál fara í gegnum okkur en eru svo leyst hjá Erninum. Við vísum öllum á verkstæði Arnarins (Orninn.is) eða Vistarinnar (Vistin.is) en þó er hægt að fara með hjólin hvert sem er í viðhald.

Hvernig virka ábyrgðarmál?

Lífstíðarábyrgð fylgir öllum Orbea stellum og 2 ára ábyrgð af öðru sem telst ekki til slits. Ofsi hjól er milliliður í öllum ábyrgðarmálum tengdum Orbea og Orca. Við sækjum ábyrgðina út til framleiðanda og lögum hjólið þitt eða skiptum út vörunni. Frekar upplýsingar má finna hér í skilmálum Ofsa.

 

Er hægt að skila vöru?

Viðskiptavinur getur hætt við kaup á vörunni frá því pöntun er gerð og getur auk þess skilað henni innan 14 daga frá því að varan er afhent. Einungis er tekið við skilavöru ef varan er ónotuð og með öllum merkjum. Athugið að sérstök ákvæði gilda um pantanir á hjólum sem hafa verið sérsniðin að kúnna. Nánari upplýsingar má finna hér í skilmálum Ofsa.

Sendið þið vörur út á land?

Í greiðsluferli er hægt að velja afhendingu með póstinum. Hjólið er sett saman, fínstillt og endurpakkað í kassa fyrir póstflutning. Einfaldar leiðbeiningar fylgja með loka skrefum. Samanber að setja stýrið á og dekk undir í flestum tilfellum. Nægir að eiga sexkanta.