Upplýsingar um forpöntun

Hvaða hjól eru í boði?

Því miður náðum við aðeins að tryggja takmarkað framboð af 2022 hjólum vegna Covid. Einungis hjól sem verða birt á heimasíðunni eru til sölu. Hægt verður að sjá áætlaða komatíma á hverju hjóli fyrir sig og grípa þau með því að klára innborgun á pöntun. 


Hvað varir forpöntunin lengi?

Forpöntun á hverju hjóli opnar þegar Orbea kynnir hjólið á heimsvísu. Orbea hefur staðfest að hjólin verði kynnt í septermber, seinna en fyrri ár. Athugið að hjól geta dottið inn á mismunandi tíma eða í þeirri röð sem Orbea kynnir þau. Forpöntunarverð eru í boði í 4 vikur frá opnun. Eftir það verða listaverð á pari við framleiðsluland.


Hvernig finn ég út stærð á hjóli?

Undir hverju hjóli má sjá stærðartöflu og í sumum tilfellum reiknivél. Hafa ber í huga að stærðir hjóla ráðast fyrst og fremst af hæð og klof hæð viðkomandi. Athugið að einnig er hægt að eiga við stærð á stamma, stýri, og sveif til að ná fram réttri stöðu á hjólinu. Sendu okkur þínar mælingar beint á messenger eða ofsi@ofsi.is ef þú ert óviss með stærðina. 

 

Er hægt að uppfæra íhluti?

Vanalega er hægt að uppfæra ákveðna íhluti á borð við dempara, gjarðir ofl. Hægt er að fletta upp hjólinu á orbea.com og sjá hvað er í boði þar. Verð er hægt að nálgast hjá okkur. Athugið að í covid hefur borið á því að uppfærslur hafi seinkað hjólum vegna skorts á íhlutum frá virðiskeðjunni. Sendið fyrirspurn varðandi íhluti beint á messenger eða ofsi@ofsi.is.


Hvernig tryggi ég mér hjól?

Þegar þú hefur valið þér hjól á síðunni þá setur þú það í körfu og klárar greiðsluferlið. Þá er hjólið frátekið en pöntun er formlega tekin gild þegar innborgun hefur borist. Ofsi áskilur sér rétt að hætta við pöntun ef greiðsla hefur ekki borist innan 5 virkra daga og bjóða hjólið aftur til sölu.


Greiðslumöguleikar

Líkt og fyrri ár verður í boði að borga hjólið að fullu eða 40% óafturkræfa innborgun inn á hjólið við pöntun og svo rest þegar hjólið er á leið til landsins.

-Millifærsla

Í greiðsluferlinu er hægt að velja millifærslu til að klára pöntun og þá birtast millifærslu upplýsingar til að greiða 40% innborgunina. Vinsamlega sendið tilkynningu eða skjáskot með millifærslu og pöntunarnúmeri beint á messenger eða ofsi@ofsi.is.


-Valitor 

Valin er millifærsla í greiðsluferlinu en óska þarf sérstaklega eftir því að borga 40% innborgun með Valitor greiðslugátt. Sendið fyrirspurn beint á messenger eða ofsi@ofsi.is.


-Netgíró

Valin er millifærsla í greiðsluferlinu en óska þarf sérstaklega eftir því að borga 40% innborgun með Netgíró. Sendið fyrirspurn beint á messenger eða ofsi@ofsi.is 


Afhendingamöguleikar

Ath að þegar eftirstöðvar eru rukkaðar fyrir hjólinu er hægt að uppfæra afhendingamáta.

- Pósturinn: Heim að dyrum í kassa

Hjólið er sett saman, fínstillt og endurpakkað í kassa fyrir póstflutning. Einfaldar leiðbeiningar fylgja með loka skrefum. Samanber að setja stýrið á og dekk undir í flestum tilfellum. Nægir að eiga sexkanta.

- Við komum með hjólið heim til þín

Fáðu hjólið fullsamsett heim að dyrum af starfsmanni Ofsa sem fer yfir það helst með þér. Einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu.

- Sækja til Ofsa

Sæktu hjólið til okkar fullsamsett í Brekkugötu 7, 210 Garðabæ. Erum mögulega að fara flytja innan höfuðborgarsvæðisins, kúnnar verða upplýstir ef sú breyting á sér stað.


Hvernig get ég fylgst með pöntuninni minni?

Við reynum eftir fremsta megni að halda kúnnunum okkar upplýstum um breytingar á pöntun. Það má reikna með flökti á framleiðslutímum meðan að virðiskeðjan sigrast á covid. Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurn og athuga stöðuna.


Fylgja pedalar?

Flest hjól koma án pedala nema annað sé tekið fram. Undir íhluta lýsingu hvers hjóls stendur Pedals N/A sem þýðir að það komi án pedala, ef það stendur annar texti þá er það heiti pedala sem fylgja hjólinu.


Eruð þið með verkstæði?

Öll ábyrgðarmál fara í gegnum okkur en eru svo leyst hjá Erninum. Við vísum öllum á verkstæði Arnarins (Orninn.is) eða Vistarinnar (Vistin.is) en þó er hægt að fara með hjólin hvert sem er í viðhald.